Unnu til bronsverðlauna á EM

Íslenska liðið fagnar bronssætinu á EM.
Íslenska liðið fagnar bronssætinu á EM. Ljósmynd/GSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði í 3. sæti á Evrópumóti 50 ára og eldri sem lauk í Póllandi í gær.

Ísland hafði betur í baráttu við Sviss um þriðja sætið á mótinu en í íslenska liðinu voru þær Kristín Sigurbergsdóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Guðrún Garðarsdóttir, María Guðnadóttir og Ragnheiður Sigurðardóttir. Liðsstjóri var Magdalena Sirrý Þórðardóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert