Berglind á fjórum yfir á Spáni

Berglind Björnsdóttir.
Berglind Björnsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Berglind Björnsdóttir, kylfingur úr GR, lék á 76 höggum eða á fjórum höggum yfir pari á fyrsta hringnum á Santander Golf Tour Valencia-golfmótinu á Spáni í dag en mótið er hluti af LET Access-mótaröðinni.

Berglind er sem stendur í 78. sæti en margir kylfingar eiga enn eftir að ljúka leik í dag. Niðurskurður verður eftir tvo hringi svo það er ljóst að Berglind þarf að gera betur á morgun ætli hún að spila tvo síðustu hringina.

Berglind fékk þrjá fugla á hringnum, hún fékk þrjá skolla og tvo skramba.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert