Allt í baklás hjá Tiger Woods

Tiger Woods var ekki skemmt að lokinni átjándu holunni í …
Tiger Woods var ekki skemmt að lokinni átjándu holunni í dag. AFP

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods á ekki mikla möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn á The Open á Norður-Írlandi eftir að hafa leikið fyrsta hring mótsins á sjö höggum yfir pari, 78 höggum, í dag.

Hann er þar með aðeins einu höggi á undan heimamanninum Rory McIlroy sem byrjaði skelfilega og er jafnilla settur fyrir annan hringinn á morgun.

Tigar byrjaði á að leika fyrstu fjórar holurnar á pari en síðan gekk allt á afturfótunum og hann fékk fjóra skolla og einn skramba á næstu sex holum. Tiger náði aðeins einum fugli á hringnum og situr í 144.-149. sæti af 156 kylfingum.

mbl.is