Hræðilegur hringur hjá fyrrverandi meistara

: David Duval.
: David Duval. AFP

Bandaríkjamaðurinn David Duval átti hreint út sagt hræðilegan fyrsta hring á The Open í golfi sem hófst á Royal Portrush-vell­in­um á Norður-Írlandi í morg­un.

Duval, sem fagnaði sigri á þessu móti árið 2001, er hvorki meira né minna en 19 höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn og hann hlýtur að íhuga það rækilega hvort hann eigi að láta sjá sig á morgun. Duval hefur lítið spilað undanfarna mánuði en hann hefur starfað sem golflýsandi fyrir sjónvarp.

Duval byrjaði hringinn með því að fá tvo fugla á tveimur fyrstu holunum en síðan fór allt úrskeiðis hjá honum. Um þverbak keyrði á sjöundu holunni sem er par fimm hola en hana lék Bandaríkjamaðurinn á 13 höggum. Áður hafði hann fengið tveggja högga refsingu fyrir að leika röngum bolta.

Staðan á mótinu er uppfærð hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert