Martraðarbyrjun hjá McIl­roy

Rory McIlroy.
Rory McIlroy. AFP

Norður-Írinn Rory McIl­roy hefur byrjað hörmulega á The Open í golfi sem hófst  á Royal Portrush-vell­in­um á Norður-Írlandi í morgun.

McIl­roy, sem margir spáðu sigri á mótinu á heimavelli, lék fyrstu holuna á fjórum höggum yfir pari er fimm höggum yfir pari eftir fjórar fyrstu holurnar.

McIlroy á vallarmetið á Portrush-vell­in­um en hann lék völlinn á 61 höggi árið 2005, þá aðeins 16 ára gamall.

Staðan er uppfærð hér

mbl.is