Jordan Spieth á miklu skriði

Jordan Spieth fékk örn á sjöundu braut.
Jordan Spieth fékk örn á sjöundu braut. AFP

Kylfingurinn Jordan Spieth er á miklu skriði á öðrum degi The Open sem nú fer fram á Royal Portrush-vellinum á Norður-Írlandi. Bandaríkjamaðurinn Spieth hóf leik í morgun um áttaleytið og paraði fyrstu fjórar brautir vallarins.

Hann fékk svo tvo fugla í röð, á fimmtu og sjöttu braut, og örn á þeirri sjöundu. Hann fylgdi því svo eftir með fugli á áttundu braut áður en hann fékk skolla á þeirri níundu en Spieth er á samtals fjórum höggum undir pari í dag og hefur enginn spilað betur. 

Spieth hefur klifrað upp töfluna í dag og er kominn í þriðja sæti The Open á samtals fimm höggum undir pari en Englendingurinn Tyrrell Hatton er í öðru sætinu á sex undir pari og Bandaríkjamaðurinn J.B Holmes er í efsta sæti á átta höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert