McIlroy koðnaði undan pressunni

Rory McIlroy átti afleitan fyrsta dag á The Open í …
Rory McIlroy átti afleitan fyrsta dag á The Open í gær. AFP

Kylfingurinn Rory McIlroy beið algjört afhroð á fyrsta hring sínum á The Open-mótinu í golfi sem nú fer fram á Royal Portrush-vellinum á Norður-Írlandi í gær. Hinn þrítugi McIlroy er á heimavelli í ár en hann lenti í vandræðum strax á fyrstu braut, þar sem hann lék á fjórum höggum yfir. Ekki skánaði ástandið á þriðju braut, þar sem McIlroy fékk skolla, og var hann því á fimm höggum yfir pari eftir fyrstu þrjár brautirnar.

Norður-Írinn náði að laga stöðuna á sjöundu og níundu braut þar sem hann fékk tvo fugla og var hann því á þremur höggum yfir pari eftir fyrstu níu holurnar. McIlroy fékk svo sjö pör í röð, áður en hann fékk skramba á sextándu braut, og þá lék hann átjándu brautina á þremur yfir pari og endaði á átta höggum yfir pari.

Margir voru búnir að spá McIlroy sigri á mótinu í ár, en hann hefur einu sinni fagnað sigri á mótinu, áður árið 2014. Einhverjir veltu því hins vegar í fyrir sér hvernig Norður-Írinn myndi höndla pressuna á heimavelli og þeirri spurningu svaraði McIlroy svo sannarlega í gær.

Margir stórir í vandræðum

McIlroy var langt frá því að vera eini kylfingurinn sem lenti í vandræðum því Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods átti einnig mjög slæman dag, en hann lék holurnar átján á sjö höggum yfir pari. Tiger lenti í vandræðum strax á fyrstu braut, en hann hefur ekkert spilað undanfarinn mánuðinn og hefur því verið velt upp hvort einn vinsælasti kylfingur sögunnar sé einfaldlega heill heilsu. Þá átti meistari síðasta árs, Ítalinn Francesco Molinari, ekki heldur góðan dag, en hann lék á þremur höggum yfir pari og gamla brýnið Phil Mickelson var á fimm höggum yfir pari.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »