Axel að stinga af og Ragnhildur efst

Axel Bóasson er búinn að leika glæsilega.
Axel Bóasson er búinn að leika glæsilega. Ljósmynd/Golf.is

KPMG-mótið í golfi hófst í gær, en það er fjórða mótið á mótaröð bestu kylfinga landsins á þessu tímabili. Keppt er um Hvaleyrarbikarinn hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Axel Bóasson er í forystu í karlaflokki og Ragnhildur Kristinsdóttir í forystu í kvennaflokki. 

Axel hefur leikið afar vel á mótinu og er hann á samtals sjö höggum undir pari eftir tvo fyrstu hringina. Hann lék hringinn í gær 67 höggum, fjórum höggum undir pari og hringinn í dag á 68 höggum. 

Ólafur Björn Loftsson er í öðru sæti á tveimur höggum undir pari, Hlynur Bergsson í þriðja á einu höggi undir pari og Dagbjartur Sigurbrandsson kemur þar á eftir á parinu. 

Í kvennaflokki er Ragnhildur með þriggja högga forystu á Huldu Clöru Gestsdóttur og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem eru í öðru og þriðja sæti. 

Ragnhildur lék fyrstu hringinn í gær á 75 höggum, eða fjórum höggum yfir pari og hringinn í dag á 71 höggi, á parinu, og er því á samanlagt fjórum höggum yfir pari.

Hulda og Guðrún Brá eru á sjö höggum yfir pari. Eva Karen Björnsdóttir er í fjórða sæti á níu höggum yfir pari og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir á ellefu höggum yfir pari í fimmta sæti. 

Ragnhildur Kristinsdóttir er efst í kvennaflokki.
Ragnhildur Kristinsdóttir er efst í kvennaflokki. Ljósmynd/golf.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert