Axel og Ragnhildur unnu Hvaleyrarbikarinn

Ragnhildur Kristinsdóttir og Axel Bóasson með Hvaleyrarbikarana.
Ragnhildur Kristinsdóttir og Axel Bóasson með Hvaleyrarbikarana. Ljósmynd/Golfsamband Íslands

Þau Axel Bóasson, GK, og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, hrósuðu sigri á fjórða móti tímabilsins hjá þeim bestu, KPMG-mótinu, þar sem keppt var um Hvaleyrarbikarinn hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.

Axel vann afar öruggan sigur, en hann lék hringina þrjá samanlagt á 12 höggum undir pari. Hann var tíu höggum á undan næstu mönnum sem léku á tveimur höggum undir pari. Það voru þeir Aron Snær Júlíusson, GKG, Tuni Hrafn Kúld, GA, og Hlynur Bergsson, GKG. Þetta var í annað sinn sem Axel vinnur í Hvaleyrarbikarnum.

Það var meiri spenna hjá Ragnhildi, en hún var með fjögurra högga forskot fyrir lokaholuna. Hún lék hana hins vegar á þremur höggum yfir pari og lauk leik á fimm höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, fékk tækifæri til þess að jafna og tryggja bráðabana en niður vildi púttið ekki og hún endaði á sex höggum yfir pari. Þriðja var svo Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, á ellefu höggum yfir pari.

Karlar:
1. Axel Bóasson, GK (67-68-66) 201 högg högg (-12)
2.-4. Aron Snær Júlíusson, GKG (72-73-66) 211 högg (-2)
2.-4. Tumi Hrafn Kúld, GA (73-72-66) 211 högg (-2)
2.-4. Hlynur Bergsson, GKG (69-72-70) 211 högg (-2)
5. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (71-71-70) 212 högg (-1)

Konur: 

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (75-71-72) 218 högg (+5)
2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (76-73-70) 219 högg (+6) 
3. Hulda Clara Gestsdóttir GKG (79-70-75) 224 högg (+11)
4. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (77-76-77) 230 högg (+17)
4.-5. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (76-80-76) 232 högg (+19)
4.-5. Eva Karen Björnsdóttir, GR (76-75-81) 232 högg (+19)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert