Fyrsti risatitill Lowry í augnsýn

Shane Lowry nálgast sinn fyrsta risatitil.
Shane Lowry nálgast sinn fyrsta risatitil. AFP

Írinn Shane Lowry er í afar góðum málum þegar lokahringur The Open risamótsins í golfi er hálfnaður. Leikið er á Royal Portrush-vell­in­um á Norður-Írlandi. Lowry er með sex högga forskot þegar níu holur eru eftir. 

Lowry fór ekki vel af stað í dag og fékk skolla á fyrstu holu. Hann svaraði því með þremur fuglum og þremur pörum á næstu sex holum. Hann fékk hins vegar tvo skolla til viðbótar á áttundu og níundu holu er því samanlagt á einu höggi undir pari í dag og 16 höggum undir pari alls. 

Tommy Fleetwood frá Englandi er enn í öðru sæti, nú á samanlagt ellefu höggum undir pari. Fleetwood er búinn að fá tvo fugla og tvo skolla á holunum níu í dag. Landi hans Lee Westwood er í þriðja sæti á níu höggum undir pari. 

Lowry endaði í öðru sæti á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2016 og besti árangur hans á Opna mótinu til þessa kom árið 2014 þegar hann endaði í níunda sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert