Dagbjartur og Ragnhildur stigameistarar

Dagbjartur Sigurbrandsson.
Dagbjartur Sigurbrandsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kylfingarnir Dagbjartur Sigurbrandsson og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR stóðu uppi sem stigameistarar á Mótaröð þeirra bestu árið 2019 en henni lauk í dag með Íslandsmótinu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Dagbjartur fagnar þessum árangri en í annað sinn hjá Ragnhildi. Þetta er í 31. sinn sem stigameistaratitlar eru veittir í mótaröðinni en fyrst var keppt árið 1989. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR urðu í dag Íslandsmeistarar.

Ragnhildur Kristinsdóttir.
Ragnhildur Kristinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is