Valdís fór vel af stað í Kaliforníu

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, fór vel af stað á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina, þá sterkustu í heimi í Kaliforníuríki í dag. Valdís lék fyrsta hringinn á 72 höggum eða á pari. 

Valdís fékk þrjá fugla, þrjá skolla og tólf pör á holunum 18. Hún er í 31. sæti sem stendur ásamt nokkrum öðrum kylfingum, sjö höggum á eftir Min A Yoon frá Suður-Kóreu sem er efst.

Alls taka 360 kylfingar þátt á 1. úrtökumótinu og gæti staða Valdísar breyst þegar allir kylfingar hafa lokið við 1. hringinn í kvöld. 

Leiknir eru fjórir hringir á mótinu og er niðurskurður eftir þrjá. Efstu 60 á 1. stiginu komast áfram í 2. stig úrtökumótsins, en það fer fram 12.-17 október. 15-25 efstu fara áfram á lokaúrtökumótið þar sem 45 kylfingar tryggja sér þátttökurétt á mótaröðinni. 

mbl.is