Sterkur sigur Ara og félaga

Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ari Freyr Skúlason og samherjar hans hjá Oostende unnu sinn þriðja sigur á tímabilinu í belgísku A-deildinni í fótbolta í kvöld. Oostende hafði þá betur gegn Mechelen á heimavelli, 2:1

Oostende, sem er nýliði í deildinni, hefur farið vel af stað og unnið þrjá af fyrstu fimm leikjum sínum. Liðið er í sjötta sæti með níu stig. 

Ari Freyr gekk til liðs við Oostende frá Lokeren fyrir leiktíðina. Hann lék allan leikinn í vinstri bakverðinum. 

mbl.is