Valdís í góðri stöðu í Kaliforníu

Valdís Þóra Jónsdóttir er sem stendur í 67.-84. sæti í …
Valdís Þóra Jónsdóttir er sem stendur í 67.-84. sæti í Kaliforníu. Ljósmynd/Golf.is

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari á öðrum hring sínum á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina í Bandaríkjunum í gær sem fram fer á Rancho Mirage-golfsvæðinu í Kaliforníu þessa helgina.

Valdís spilaði fínt golf, fékk einn fugl og tvo skolla, en í fyrradag lék hún á 72 höggum eða á pari vallarins. Valdís er sem stendur í 67.-84. sæti á einu höggi yfir pari þegar tveir hringir eru eftir af mótinu.

Alls eru 360 keppendur skráðir til leiks á 1. stigs úrtökumótinu en skorið verður niður eftir þrjá keppnisdaga. Til þess að komast inn á 2. stig úrtökumótsins þarf Valdís Þóra að vera á meðal 60 efstu á 1. stiginu. 2. stig úrtökumótsins ferm fram dagana 12.-17. október á Plantation -golfsvæðinu í Flórída. 

mbl.is