Guðrún bætti sig um fimm högg

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, bætti sig um fimm högg á milli hringja á Tipsport Czech Ladies Open-mótinu á Evrópumatröðinni. Það dugði hins vegar ekki til og komst hún ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi. 

Guðrún náði sér ekki á strik á fyrsta hring og lék þá á 77 höggum, eða fimm höggum yfir pari. Hún fékk sex skolla og einn fugl á átján holum. Spilamennskan hennar var mun betri á öðrum hring, þar sem hún fékk tvo fugla og tvo skolla. 

Carly Booth frá Skotlandi er efst á níu höggum undir pari. Charlotte Thompson frá Englandi og Sanna Nuutinen frá Finnlandi koma þar á eftir á átta höggum undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert