Birgir og Guðmundur jafnir í öðru sæti

Birgir Leifur Hafþórsson lék vel á fyrsta hring.
Birgir Leifur Hafþórsson lék vel á fyrsta hring. mbl.is/Arnþór Birkisson

Birgir Leifur Hafþórsson lék á 67 höggum eða þremur höggum undir pari á fyrsta hring á Open de Bretagne-mót­inu í golfi í Frakklandi í dag en mótið er í Áskor­enda­mótaröðinni.

Birgir jafnaði með því skor Guðmundar Ágústs Kristjánssonar og eru þeir jafnir í öðru sæti, einu höggi á eftir Englendingnum Robert Dinwiddie. 

Birgir Leifur byrjaði með látum og fékk þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum. Hann fékk alls fimm fugla, tvo skolla og ellefu pör á átján holum. 

Annar hringurinn verður leikinn á morgun og svo verður skorið niður. Tveir síðustu hringirnir verða spilaðir á laugardag og sunnudag. 

Staðan á mótinu

mbl.is