Guðmundur endaði á fjórum undir pari

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson léku í dag fjórða og síðasta hringinn á Open de Bretagne-mót­inu í golfi í Frakklandi en mótið er hluti af Áskor­enda­mótaröðinni.

Guðmundur Ágúst lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari og lauk keppni á 276 höggum eða á fjórum höggum undir pari. Hann er þegar þetta er skrifað í 15.-21. sæti en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag. Guðmundur fékk fimm fugla og þrjá skolla á hringnum í dag.

Birgir Leifur lék á tveimur höggum yfir parinu í dag og spilaði samtals á 280 höggum og endaði á pari. Hann er í 32.-35. sæti þegar þetta er skrifað. Birgir fékk einn fugl og þrjá skolla á lokahringnum.

mbl.is