Guðmundur Ágúst náði sér ekki á strik í Portúgal

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Ágúst Kristjánsson hóf í dag keppni á opna portúgalska meistaramótinu í golfi sem er hluti af Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu hjá atvinnukylfingum í Evrópu.

Guðmundur Ágúst lék fyrsta hringinn á 76 höggum eða á fjórum höggum yfir pari og er hann í 123.-133. sæti.

Guðmundur fékk einn skramba, þrjá skolla og einn fugl á hringnum. Þetta er sjötta mótið hjá honum á þessu tímabili á Áskorendamótaröðinni. Besti árangur Íslandsmeistarans er 13. sætið sem hann endaði í á Opna Bretagne-mótinu í Frakklandi um síðustu helgi.

Staðan á mótinu:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert