Guðrún Brá í ágætum málum eftir fyrsta hring

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/GSÍ

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék fyrsta hringinn á WPGA-meistaramótinu á LET Access-mótaröðinni í golfi á einu höggi yfir pari í dag.

Guðrún Brá fékk þrjá fugla, tvo skolla og einn skramba og er í 24.-38. sæti en leiknir verða þrír hringir á Stoke by Nayland-vellinum á Englandi.

Mótið á Englandi er 14. mótið á LLET Access-mótaröðinni hjá Guðrúnu Brá. Hún er 45. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á fimm mótum.
Besti árangur hennar er 7. sæti en hún hefur tvívegis endaði í 7. sæti og einu sinni í 8. sæti.

Berglind Björnsdóttir náði sér ekki á strik en hún lék hringinn á níu höggum yfir pari. Hún fékk einn fugl, átta skolla og einn skramba.

Staðan á mótinu

mbl.is