Valdís bætti sig um 13 högg og fór áfram

Valdís Þóra Jónsdóttir lék sérstaklega vel í dag.
Valdís Þóra Jónsdóttir lék sérstaklega vel í dag.

Valdís Þóra Jónsdóttir komst í dag í gegnum niðurskurðinn á opna Lacoste Ladies Open-mót­inu í golfi í Frakklandi en mótið er hluti af LET-Evr­ópu­mótaröðinni, þeirri sterk­ustu hjá at­vinnukylf­ing­um í Evr­ópu í kvenna­flokki.

Valdís Þóra var í erfiðum málum eftir fyrsta hring í gær, en lék á alsoddi í dag og komst áfram. Hún lék á 66 höggum, fimm höggum undir pari, og bætti sig um þrettán högg á milli hringja, en hún lék hringinn í gær á átta höggum yfir pari. 

Valdís fékk sex fugla í dag, einn skolla og ellefu pör. Hún er í 36. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum á þremur höggum yfir pari. Nelly Korda frá Bandaríkjunum er með yfirburði á toppnum á samanlagt tíu höggum undir pari, sex höggum á undan næstu kylfingum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert