Rose á 28 höggum á fyrri níu

Justin Rose.
Justin Rose. AFP

Enski kylfingurinn Justin Rose spilaði lygilegt golf á fyrri níu holunum á Kingsbarns-vellinum í Skotlandi í dag á öðrum hringnum á Dunhill-mótinu einu því stærsta á Evrópumótaröðinni. Rose var á 28 höggum og átta undir pari. 

Fékk hann einn örn, sex fugla og tvö pör. Þrátt fyrir þetta tókst Rose ekki að gera atlögu að því að fara undir 60 höggin en skrambi á 11. holunni gerði þær vonir að engu. Hann skilaði þó inn frábæru skori, 64 höggum, sem er átta undir pari hins kunna Kingsbarns-vallar. Á seinni níu holunum fékk hann þrjá fugla, einn skramba og einn skolla. 

Alfred Dunhill Links Championship er með áhugaverðustu mótunum á Evrópumótaröðinni en þá fá kylfingarnir að takast á við þrjá fræga velli á austurströnd Skotland. Gamla völlinn í St. Andrews, Carnoustie þar sem Haraldur Franklín Magnús lék á The Open í fyrra og Kingsbarns. 

Englendingurinn Matthew Jordan er efstur á samtals 14 undir pari. Hann var á 29 höggum á fyrri níu holunum í dag og er samtals á níu undir eftir 16 holur. 

Rose er samtals á 12 undir pari eftir tvo hringi í 5. - 10. sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert