Valdís Þóra í vandræðum á Indlandi

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir, at­vinnukylf­ing­ur úr Leyni, hóf í nótt leik á næstsíðasta móti sínu á þessu tíma­bili í Evr­ópu­mótaröðinni í golfi.

Valdís er á meðal keppenda á Hero Women's Indian Open sem fram fer á Indlandi. Valdísi gekk afar illa á fyrsta hringnum en hún lék hann á 80 höggum eða á 8 höggum yfir pari. Valdís fékk fjóra skramba, tvo skolla og tvo fugla og er í 105. sæti.

Val­dís lék síðast á móti á Spáni um helg­ina þar sem hún komst í gegn­um niður­skurðinn en endaði í 57. sæti eft­ir slæm­an loka­hring. Loka­mót tíma­bils­ins verður einnig á Spáni, í lok nóv­em­ber.

Staðan á mótinu

mbl.is