Guðmundur og Haraldur með efstu mönnum í Danmörku

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús. mbl.is/Arnþór Birkisson

Þrír íslenskir kylfingar eru á meðal keppenda á Race to Himmerlands-mótinu í Nordic Golf-mótaröðinni í golfi sem fram fer í Danmörku um helgina. Það eru þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson.

Þeir Guðmundur og Haraldur fóru afar vel að stað og eru jafnir í 5. sæti eftir fyrsta hringinn en þeir léku hann báðir á sex höggum undir pari. Guðmundur fór hringinn á 64 höggum og Haraldur á 67 en þeir léku ekki á sama vellinum.

Axel byrjaði ekki jafn vel og landar hans en hann er á einu höggi yfir pari og jafn í 58. sæti. Annar hringurinn fer fram á morgun og eftir hann verður skorið niður en um 30 efstu kylfingarnir halda þá áfram keppni.

Hér má sjá stöðuna á mótinu

mbl.is