Góð byrjun hjá Haraldi Franklín og Axel

Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson.
Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson léku vel á fyrsta hringnum á Tour Final mótinu í Eistlandi í dag en þetta er lokamótið á Nordic Golf-mótaröðinni.

Haraldur Franklín lék hringinn á 66 höggum eða á sex höggum undir pari. Haraldur fékk sex fugla og lék tólf holur á parinu. Hann er jafn í sjötta sæti.

Axel lék á 67 höggum eða á fimm höggum undir pari. Axel byrjaði ekki vel en hann fékk skolla þremur fyrstu holunum en Hafnfirðingurinn lét ekki deigan síga því hann náði átta fuglum á síðustu 15 holunum og er í jafn í 8. sæti eftir fyrsta hringinn.

Staðan á mótinu

mbl.is