Haraldur Franklín kominn inn á Áskorendamótaröðina

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús mbl.is/Kristinn Magnússon

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hefur tryggt sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. RÚV greinir frá þessu.

Haraldur Franklín er öruggur með að vera á meðal fimm efstu á stigalista Nordic Tour mótaraðarinnar. Fimm efstu sætin tryggja keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu en áður hafði Guðmundur Ágúst Kristjánsson tryggt sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni.

Haraldur Franklín hóf í dag keppni á lokamóti Nordic Golf-mótaraðarinnar sem haldið er í Eistlandi sem og Axel Bóasson. Haraldur er í 6.-7. sæti á sex höggum undir pari eftir fyrsta hringinn en Axel er í 8.-13. sæti á fimm höggum undir pari.

mbl.is