Fín byrjun hjá Guðmundi á móti í Áskorendamótaröðinni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mbl.is/Arnþór Birkisson

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GR, lék á tveimur höggum undir pari á fyrsta hringnum á Stone Irish Challenge-mótinu á Írlandi í dag en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni.

Guðmundur Ágúst lék hringinn á 70 höggum. Hann fékk einn örn, fjóra fugla og fjóra skolla. Guðmundur er jafn í 17. sæti en efstu menn léku hringinn á fimm höggum undir parinu.

Staðan á mótinu

mbl.is