Flott frammistaða hjá Haraldi og Axel á lokamótinu

Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson.
Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kylfingarnir Haraldur Franklín Magnús úr GR og Keilismaðurinn Axel Bóasson luku í dag keppni á Tour Final mótinu en það var síðasta mótið á Nordic Golf-mótaröðinni.

Haraldur Franklín lék þriðja og síðasta hringinn á 69 höggum eða á þremur höggum undir pari. Hann fékk fjóra fugla og einn skolla og lauk keppni á samtals 13 höggum undir pari og endaði í 4.-6. sæti.

Axel átti flottan lokahring sem hann lék á 66 höggum eða á sex höggum undir pari. Hann fékk sjö fugla og einn skolla og endaði í 10.-12.sæti á 11 höggum undir pari.

Lokastaðan á mótinu

mbl.is