Valdís náði sér ekki á strik

Valdís Þóra Jónsdóttir er í 155.-164. sæti eftir fyrstu tvo …
Valdís Þóra Jónsdóttir er í 155.-164. sæti eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Ljósmynd/GSÍ

Valdís Þóra Jónsdóttir náði sér ekki á strik í öðrum hring sínum á öðru stigi úrtökumótanna fyrir LPGA-mótaröðina í golfi en keppnin fer fram í Venice í Flórída í Bandaríkjunum. Valdís lék hringinn í dag á 76 höggum og var samtals á fjórum höggum yfir pari vallarins.

Hún fékk þrjá fugla, þrjá skolla og tvo tvöfalda skolla á hringnum í dag. Valdís lék fyrsta hring sinn í gær á 75 höggum og er því samtals á sjö höggum yfir pari eftir fyrstu tvo keppnisdagana í 155.-164. sæti. Um 20-25 kylfingar komast áfram í lokaúrtökumótið.

Til þess að enda í efstu 20.-25. sætunum þarf Valdís að spila frábært golf á síðustu tveimur keppnisdögum úrtökumótsins en þeir kylfingar sem eru í 19.-27. sæti eftir annan keppnisdag eru á samtals þremur höggum undir pari.

mbl.is