Ólafía og Valdís úr leik

Valdís Þóra og Ólafía Þórunn.
Valdís Þóra og Ólafía Þórunn. Ljósmynd/GSÍ

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hafa lokið keppni á 2. stigi úrtökumótanna fyrir LPGA atvinnumótaröðina í golfi í Bandaríkjunum. Þær eru báðar úr leik og komast ekki inn á lokaúrtökumótið.

Leiknir voru fjórir keppnishringir, 72 holur, og komast um 40 efstu áfram inn á lokamótið.

Keppnin hófst mánudaginn 14. október og var keppt á Plantation Golf / Country Club í Bandaríkunum. Keppnisvellirnir voru tveir, Bobcat og Panther.

Ólafía Þórunn lék hringina fjóra á 292 höggum (+4) (74-75-72-71). Ólafía endaði í 94. sæti og hefði hún þurft að vera á -3 samtals eða betur til að komast áfram. Ólafía var með keppnisrétt á LPGA og öðlaðist hann á sínum tíma með því að komast í gegnum úrtökumótin. 

Valdís Þóra lék hringina fjóra á 296 höggum (+8) (75-76-74-71). Hún endaði í 134. sæti en til þess að komast áfram hefði Valdís þurft að vera á -3 eða betra skori.

Umfjöllun golf.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert