Norðmaðurinn hélt áfram að bæta metið

Victor Hovland.
Victor Hovland. AFP

Norski kylfingurinn Viktor Hovland hélt áfram að bæta metið í PGA-mótaröðinni í golfi á CJ Cup-mótinu í Suður-Kóreu í nótt.

Í fyrradag sló Hovland metið í mótaröðinni þegar hann varð fyrsti kylfingurinn til að spila 18 hringi í röð undir 70 höggum og hann bætti um betur í nótt. Hovland lék annan hringinn á mótinu á 69 höggum og hefur þar með spilað 19 hringi í röð í PGA-mótaröðinni undir 70 höggum.

Hovland er jafn í 13. sæti á sex höggum undir pari en Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas er í forystu. Hann lék annan hringinn á 63 höggum eða á níu höggum undir pari og er samanlagt 13 höggum undir pari.

Brooks Koepka, efsti maðurinn á heimslistanum, átti ekki góðan hring. Hann lék hann á 73 höggum eða á þremur höggum yfir pari og er jafn í 51. sæti á pari.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert