Setur stefnuna á Ólympíuleikana

Tiger Woods
Tiger Woods AFP

Tiger Woods, næstsigursælasti kylfingur allra tíma í karlaflokki, segist í samtali við Reuters leggja allt kapp á að komast á Ólympíuleikana sem fram fara í Tókýó næsta sumar. Keppt var í golfi á leikunum í Ríó 2016 í fyrsta skipti síðan á Ólympíuleikunum 1904.

Tiger segir að ólympíuverðlaun yrði skrautfjöður í hatt sinn, en hann hefur náð að sigra á öllum risamótunum í íþróttinni. Raunar oftar en einu sinni á þeim öllum. Tiger er 43 ára gamall og bendir á að tækifærin fyrir sig að komast á Ólympíuleika verði ekki mörg.

„Ég sé ekki fyrir mér að ég fái mörg önnur tækifæri til að komast á Ólympíuleika en á næsta ári. Þegar leikarnir verða haldnir 2024 verð ég orðinn 48 ára,“ hefur Reuters eftir Tiger, en þegar kemur að Ólympíuleikunum er ekkert gefið. Þótt Tiger hafi átt glæsilegan feril flýgur hann ekki inn á leikana frekar en annað íþróttafólk.

Sjá viðtal við Woods í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert