Tiger með forystu í Japan

Tiger Woods hefur byrjað frábærlega í Japan.
Tiger Woods hefur byrjað frábærlega í Japan. AFP

Kylfingurinn Tiger Woods frá Bandaríkjunum er með forystu á ZOZO-mótinu sem fram fer á Narashino-vellinum í Japan en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Tiger er í 1.-2. sæti ásamt Bandaríkjamanninum Gary Woodland.

Báðir eru þeir á sex höggum undir pari eftir fyrsta keppnisdag en Tiger spilaði frábært golf í dag. Hann fékk fimm fugla á fyrstu níu holunum áður en hann fékk þrjá skolla í röð á tíundu, elleftu og tólftu braut.

Hann krækti svo í fjóra fugla á síðustu fimm holunum og endaði því á sex höggum undir pari. Woodland spilaði öruggt golf og fékk sex fugla og tólf pör á fyrsta hring sínum. Heimamaðurinn Hideki Matsuyama er í þriðja sæti á fimm höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert