Tiger í sögubækurnar

Tiger Woods hrósaði sigri á ZOZO-mót­inu sem lauk á Narashino-vell­in­um í Japan í nótt en en mótið var hluti af PGA-mótaröðinni í golfi.

Tiger jafnaði þar með 54 ára gamalt met Sam Snead en báðir hafa þeir unnið 82 mót á PGA-mótaröðinni. Hann lék lokahringinn á þremur höggum undir pari og samtals á 19 höggum undir pari. Japaninn Hideki Matsuyama varð annar, þremur höggum á eftir Tiger. Sam Snead lést árið 2002, fjórum dögum fyrir 90 ára afmælisdag sinn.

„Þetta er bara klikkað,“ sagði Tiger Woods við fréttamenn eftir mótið en hann vann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni fyrir 23 árum, þá aðeins 20 ára gamall.

„Þetta er búin að vera löng vika. Að vera efstur í fimm daga er langur tími og það tók á taugarnar,“ sagði Tiger sem fékk 1,8 milljónir dollara í verðlaunafé en sú upphæð er um 225 milljónir króna.

Þetta var fyrsta mótið sem Tiger keppir á eftir aðgerð hné í ágúst. Hann hóf mótið með því að fá þrjá skolla en eftir það spilaði hann frábært golf og leiddi mótið alla keppnisdagana.

Lokastaðan á mótinu

Tiger Woods heldur bikarnum á loft eftir sigurinn á mótinu …
Tiger Woods heldur bikarnum á loft eftir sigurinn á mótinu í Japan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert