Sagan er helsti keppinauturinn

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Engu máli virðist skipta hversu oft læknar þurfa að grípa inn í líkamsstarfsemina hjá Tiger Woods. Kylfingurinn virðist alltaf geta komið sér aftur í samkeppnishæft ástand.

Tiger Woods er að koma úr tveggja mánaða fríi frá keppni eftir að hafa farið í aðgerð á hné. Væri það kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að aðgerðin er sú fimmta sem gerð er á vinstra hnénu.

Tiger sigraði á ZOZO Championship-mótinu í Japan aðfaranótt mánudagsins. Ekki merkilegasta golfmótið sem Woods hefur unnið á ferlinum en með sigrinum náði hann þeim áfanga að jafna við goðsögnina Sam Snead sem átti flesta sigra á PGA-mótaröðinni.

Woods og Snead hafa unnið 82 mót á mótaröðinni en Jack Nicklaus vann 73 mót. Efstu nöfn listans eru mjög þekkt eðli málsins samkvæmt en næstu tveir eru Ben Hogan og Arnold Palmer með 64 og 62 sigra.

Tiger Woods lék á samtals 19 höggum undir pari í Japan og var með forystu nánast frá upphafi til enda. Svolítið eins og um aldamótin þegar hann var nánast ósnertanlegur í íþróttinni. Mótið var ekki illa skipað en á meðal keppenda voru til dæmis Rory McIlroy, Hideki Matsuyama, Gary Woodland, Jason Day, Justin Thomas, Jordan Spieth og Tommy Fletwood svo einhverjir séu nefndir.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert