Li með forystu á heimsmótinu

N-Írinn Rory McIlroy er í toppbaráttunni.
N-Írinn Rory McIlroy er í toppbaráttunni. AFP

Haotong Li frá Kína er með forystu eftir fyrsta hringinn á HSBC heimsmótinu í golfi sem fram fer í Kína.

Li lék fyrsta hringinn á 64 höggum eða á átt höggum undir pari vallarins. Hann hefur eins höggs forskot á Frakkann Victor Perez og jafnir í þriðja sæti á sex höggum pari eru Matt Fitzpatrick, Adam Scott, Sungjae Im og Xander Schauffele, sem á titil að verja.

N-Írinn Rory McIlroy, sem er í öðru sæti á heimslistanum, lék fyrsta hringinn á 67 höggum og er jafn í sjöunda sæti.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert