Örn hjá McIlroy á lokaholunni (myndskeið)

Rory McIlroy.
Rory McIlroy. AFP

Norður-Írinn Rory McIlroy lauk öðrum hringum á HSBC-heimsmótinu í golfi í Kína með erni og er í öðru sæti á eftir Englendingum Matthew Fitzpatrick.

McIlroy, sem er í öðru sæti á heimslistanum, lék annan hringinn á 67 höggum eða á fimm höggum undir pari og er samanlagt á tíu höggum undir parinu. Fitzpatrick er 11 höggum undir pari en hann lék hringinn í nótt á 67 höggum eins og McIlroy.

Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele, sem á titil að verja, lék á tveimur höggum undir pari og er jafn í þriðja sætinu á níu höggum undir pari.

Heimamaðurinn Haot­ong Li sem var með forystu eftir fyrsta hringinn náði sér ekki almennilega á strik. Hann lék annan hringinn á 72 höggum eða á pari vallarins. Hann er jafn í sjötta sæti á átta höggum undir pari.

Staðan á mótinu

mbl.is