Gerðist síðast í nóvember 1993

Deyr fé, deyja frændur, dettur Phil Mickelson niður heimslista. En ...
Deyr fé, deyja frændur, dettur Phil Mickelson niður heimslista. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur AFP

Í fyrsta skipti í tæp tuttugu og sex ár er Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson ekki á meðal fimmtíu efstu á heimslistanum í golfi. Þar hafði hann átt sæti í 1.353 vikur en listinn er gefinn út vikulega.

Mickelson féll niður í 51. sæti á mánudag en frá því listanum var komið á koppinn árið 1986 hafði enginn verið jafn lengi á meðal fimmtíu efstu án þess að missa úr viku. Mickelson er 49 ára gamall og var því 23 ára þegar hann var fyrst á meðal fimmtíu efstu. Þá var Brooks Koepka 3 ára en hann er nú í 1. sæti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »