Gerðist síðast í nóvember 1993

Deyr fé, deyja frændur, dettur Phil Mickelson niður heimslista. En …
Deyr fé, deyja frændur, dettur Phil Mickelson niður heimslista. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur AFP

Í fyrsta skipti í tæp tuttugu og sex ár er Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson ekki á meðal fimmtíu efstu á heimslistanum í golfi. Þar hafði hann átt sæti í 1.353 vikur en listinn er gefinn út vikulega.

Mickelson féll niður í 51. sæti á mánudag en frá því listanum var komið á koppinn árið 1986 hafði enginn verið jafn lengi á meðal fimmtíu efstu án þess að missa úr viku. Mickelson er 49 ára gamall og var því 23 ára þegar hann var fyrst á meðal fimmtíu efstu. Þá var Brooks Koepka 3 ára en hann er nú í 1. sæti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »