Metfjöldi á 2. stig úrtökumótanna

Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson verður á ferðinni á Spáni.
Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson verður á ferðinni á Spáni. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Fimm íslenskir kylfingar hefja leik á morgun á öðru og næstsíðasta stigi fyrir Evrópumótaröðina í golfi en það eru þeir Haraldur Franklín Magnús, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Þór Björnsson, Rúnar Arnórsson og Bjarki Pétursson.

Aldrei áður hafa svo margir íslenskir kylfingar komist inn á 2. stig úrtökumótsins. Spilað verður á fjórum völlum á Spáni. 75 kylfingar spila á hverjum velli og komast um 20 áfram á lokaúrtökumótið sem haldið verður 15.-20. þessa mánaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »