Keppt um 1,4 milljónir evra á fjórum holum

Tyrrell Hatton
Tyrrell Hatton AFP

Sex kylfingar skiluðu inn besta skorinu á Opna tyrkneska mótinu á Evrópumótaröð karla í golfi sem lauk í gær. Sjaldgæft er að sú staða komi upp að svo margir keppi um sigur í umspili.  

Englendingurinn Tyrrell Hatton sigraði á fjórðu holu í umspilinu en Matthias Schwab, Victor Perez, Kurt Kitayama, Benjamin Herbert og Erik van Rooyen léku einnig á 20 höggum undir pari en töpuðu fyrir Hatton í umspilinu. 

Þegar uppi var staðið var geysilega mikill munur á þeim upphæðum sem þessir kylfingar fengu inn á reikninginn. Hatton fékk 1,8 milljónir evra í verðlaunafé en hinir fimm fengu 389 þúsund evrur hver. Frammistaðan í umspilinu hafði því mjög mikið að segja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert