Aldrei fleiri á lokaúrtökumóti

Andri Þór Björnsson.
Andri Þór Björnsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aldrei hafa fleiri íslenskir kylfingar tryggt sér sæti á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi en í ár, eða þrír talsins. Lokaúrtökumótið, sem er 3. stig úrtökumótsins fyrir þessa sterkustu mótaröð Evrópu, hefst á föstudag og stendur yfir til 20. nóvember. Það fer fram á Lumine-golfvellinum skammt frá Barcelona.

Frá því að byrjað var að stigskipta úrtökumótunum hafa raunar aðeins þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Björgvin Sigurbergsson komist á lokaúrtökumótið. Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR, og Bjarki Pétursson úr GKB verða með í ár.

Þetta er fjórða árið þar sem Guðmundur reynir við Evrópumótaröðina en hann er nú þegar með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Andri er sömuleiðis í fjórða sinn að reyna við að komast á Evrópumótaröðina. Bjarki er hins vegar að reyna fyrir sér í fyrsta sinn á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina, en hann tryggði sér nýverið keppnisrétt á Nordic Tour-atvinnumótaröðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert