Allir Íslendingarnir úr leik á Spáni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Andri Þór Björnsson, Bjarki Pétursson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru allir úr leik á lokastigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina í golfi eftir fjórða hringinn á Spáni í dag.

Skorið var niður í dag og aðeins kylfingar sem voru á samanlagt fjórum höggum undir pari eða á betra skori, fengu keppnisrétt á tveimur síðustu hringjunum. 

Guðmundur Ágúst átti hve mestan möguleika á að fara áfram, en hann var á samtals einu höggi undir pari fyrir hringinn. Hann byrjaði vel og fékk tvo fugla á fyrstu tveimur holunum, en þá fór að halla undan fæti.

Fékk hann þrefaldan skolla á fimmtu holu og svo tvo skolla á næstu tveimur holum. Guðmundur lauk leik í dag á samanlagt einu höggi yfir pari og lék hringina fjóra á pari. 

Bjarki var á tveimur höggum yfir pari fyrir hringinn og lék hann á einu höggi yfir pari og því hringina fjóra á samanlagt þremur höggum yfir pari. 

Andri var sömuleiðis á tveimur höggum yfir pari fyrir daginn. Hann náði sér ekki á strik í dag og lék á fimm höggum yfir pari og samanlagt á sjö höggum yfir pari. 

mbl.is