Fleetwood fékk feitan tékka

Tommy Fleetwood.
Tommy Fleetwood. AFP

Englendingurinn Tommy Fleetwood fagnaði sigri á Nedbank Golf Challenge-mótinu í golfi sem lauk í S-Afríku í gær.

Fleetwood og Svíinn Marcus Kinhult luku báðir keppni á 12 höggum undir pari en Fleetwood tryggði sér sigurinn á fyrstu holu í bráðabana og tryggði sér hæsta verðlaunafé í sögu Evrópumótaraðarinnar. Hann fékk 2,5 milljónir dollara sem jafngildir um 309 milljónum króna.

Fleetwood átti frábæran lokahring en fyrir hann var hann sex höggum á eftir efsta manni. Englendingurinn fékk þrjá erni og spilaði hringinn á sjö höggum undir pari. Þetta var fyrsti sigur hans á móti í 22 mánuði og þegar sigurinn var í höfn felldi hann tár.

„Þessi reynsla mun lifa með mér að eilífu. Af öllu því sem ég hef afrekað er ég stoltastur af þessum sigri,“ sagði hinn 28 ára gamli Fleetwood eftir sigurinn.

Lokastaðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert