Valdís Þóra ekki í gegnum niðurskurðinn

Valdís Þóra Jónsdóttir er úr leik.
Valdís Þóra Jónsdóttir er úr leik.

Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir er úr leik eftir tvo hringi á næst­síðasta móti Evr­ópu­mót­araðar kvenna í golfi á Costa del Sol á Spáni. Valdís bætti sig um þrjú högg frá fyrsta hringnum í gær, en það dugði ekki tal. 

Valdís lék hringinn í dag á þremur höggum yfir pari og hringina tvo á samanlagt níu höggum yfir pari og endaði hún í 83. sæti. Hefði hún þurft að leika á fimm höggum yfir pari til að fara í gegnum niðurskurðinn.  

Karolin Lampert frá Þýskalandi er efst á átta höggum undir pari og þær Aditi Ashok, Marianne Skarpnord, Anne Van Dam og Nanna Madsen koma þar á eftir á sjö höggum undir pari. 

mbl.is