Ömurlegur endasprettur í Keníu

Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir fór illa að ráði sínu á fyrsta hring á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi í Keníu í dag. Valdís spilaði vel á fyrri níu holunum en náði sér engan veginn á strik á síðari níu holunum. 

Valdís lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum undir pari og var á meðal efstu kylfinga. Eftir ellefu holur var hún komin á þrjá undir, en þá fór að halla undan fæti. 

Valdís fékk þrjá tvöfalda skolla og tvo skolla á síðustu sjö holunum og hrapaði niður í 58. sæti. Þar er hún á samanlagt fjórum höggum yfir pari, eins og nokkrir aðrir kylfingar. Julia Engström er í toppsætinu á fimm höggum undir pari. 

Annar hringur mótsins verður leikinn á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert