Mikið undir í janúar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir keppir á La Manga í lok janúar.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir keppir á La Manga í lok janúar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi úr Keili, þarf ekki fara á fyrra stig úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í golfi.

Guðrún fer því beint á lokaúrtökumótið (vegna árangurs síns í LET Acess-mótaröðinni á síðasta ári) en það fer fram seinna í mánuðinum og hefst 22. janúar. Verður leikið á La Manga á Spáni. 

Guðrún segist á Facebook-síðu sinni halda til Spánar á laugardaginn til að undirbúa sig. 

25 sæti á Evrópumótaröðinni á þessu ári eru í boði á úrtökumótinu. Kylfingarnir í næstu sætum fyrir aftan gætu svo fengið takmarkaðan keppnisrétt og komist inn á einhver mót. Valdís Þóra Jónsdóttir er með keppnisrétt í Evrópumótaröðinni. 

mbl.is