Valdís og Guðrún byrja í kvöld og nótt

Valdís Þóra fer af stað á Evrópumótaröðinni í Ástralíu klukkan …
Valdís Þóra fer af stað á Evrópumótaröðinni í Ástralíu klukkan 21.50 í kvöld.

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir verða báðar á meðal þátttakenda á Ladies Classic Bonville-mótinu sem fram fer í Ástralíu dagana 20.-23. febrúar næstkomandi í Evrópumótaröðinni.

Keppni hefst í kvöld að íslenskum tíma, á fimmtudagsmorgni í Ástralíu, og Valdís hefur keppni klukkan 21.50 en Guðrún Brá fer af stað klukkan 02.10 í nótt.

Mótið er það fyrsta hjá Guðrúnu í mótaröðinni eftir að hún tryggði sér þátttökurétt í síðasta mánuði. Valdís Þóra hefur leikið í mótaröðinni síðustu ár.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir byrjar klukkan 2.10 í nótt í Ástralíu.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir byrjar klukkan 2.10 í nótt í Ástralíu.

Valdís náði sínum besta árangri í mótaröðinni á sama móti árið 2018, en hún endaði þá í þriðja sæti. Hún komst hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu á síðasta ári. Marianne Skarpnord frá Noregi vann mótið á síðasta ári og hún er aftur á meðal kylfinga. Þá verða einnig sterkir kylfingar á borð við Anne van Dam, Meghan McLaren og Laura Davies einnig með á mótinu.

Skorið verður niður eftir tvo hringi á mótinu og um það bil 60 efstu kylfingar tryggja sér þátttökurétt fyrir lokadagana tvo.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert