Náði sér ekki á strik í Ástralíu

Valdís Þóra Jónsdóttir var langt frá sínu besta í dag.
Valdís Þóra Jónsdóttir var langt frá sínu besta í dag. Ljósmynd/Golf.is

Valdís Þóra Jónsdóttir er úr leik á Ladies Classic Bon­ville-mót­inu sem fram fer í Ástr­al­íu en mótið er hluti af Evr­ópu­mótaröðinni, þeirri næst­sterk­ustu í heimi. Valdís lék sinn annan hring á mótinu í morgun og lék á samtals 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Valdís lék fyrsta hringinn í gær á fimm höggum yfir pari og hún lék því samtals á níu höggum yfir pari.

Valdís Þóra náði sér ekki á strik í morgun, fékk fimm skolla á hringnum, þrjá fugla, og einn tvöfaldan skolla. Niðurskurðarlínan miðaðist við tvö högg yfir pari en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, tók einnig þátt í mótinu og lék á samtals fimm höggum yfir pari.

Valdís Þóra endaði í 137.-139. sæti af 156 keppendum en Guðrún Brá, sem tryggði sér þátttökurétt í Evrópumótaröðinni í lok janúar í fyrsta sinn á ferlinum, endaði í 116.-119. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert