Rúnar eini Íslendingurinn sem fór áfram

Rúnar Arnórsson fór í gegnum niðurskurðinn.
Rúnar Arnórsson fór í gegnum niðurskurðinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rúnar Arnórsson komst í gegnum niðurskurðinn á Lumine Hills Open-mótinu í Nordic Golf-mótaröðinni í golfi. Rúnar lék fyrstu tvo hringina á einu höggi undir pari, en hann lék á þremur höggum yfir pari á öðrum hring í dag. 

Rúnar lék mjög vel í gær og var í toppbaráttunni eftir fyrsta hring, sem hann lék á 67 höggum. Hringinn í dag lék hann hins vegar á 75 höggum og er því í 21. sæti. 

Bjarki Pétursson lék á samanlagt tveimur höggum yfir pari og var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn, en hann fékk skolla á síðustu holunni sem reyndist dýrkeyptur. 

Ragnar Már Garðarsson lék á samanlagt á sex höggum yfir pari, en hann lék fyrsta hringinn á 73 höggum og annan hringinn á 76 höggum. 

Lokahringur mótsins fer fram á morgun og verður Rúnar í eldlínunni en hann er tíu höggum frá Dönunum Oliver Jørgensen og Marcus Helligklide sem eru í tveimur efstu sætunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert