Á 77 höggum á lokahringnum

Rúnar Arnórsson hafnaði í 42. sæti.
Rúnar Arnórsson hafnaði í 42. sæti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rún­ar Arn­órs­son hafnaði í 42. sæti á Lum­ine Hills Open-mót­inu í Nordic Golf-mótaröðinni í golfi. Rún­ar lék fyrstu tvo hring­ina á einu höggi und­ir pari, en hann lék þriðja hringinn á fimm höggum yfir í dag og lék hringina þrjá því samanlagt á fjórum höggum yfir pari. 

Rún­ar lék fyrsta hringinn mjög vel og var í topp­bar­átt­unni framan af. Að lokum spilaði hann á 67 höggum, fjórum höggum undir pari. Það fór hins vegar að halla undan fæti á öðrum hring, en Rúnar var eini Íslendingurinn á mótinu sem fór í gegnum niðurskurðinn. 

Bjarki Pét­urs­son lék á sam­an­lagt tveim­ur högg­um yfir pari og var einu höggi frá því að kom­ast í gegn­um niður­skurðinn, en hann fékk skolla á síðustu hol­unni sem reynd­ist dýr­keypt­ur. 

Ragn­ar Már Garðars­son lék á sam­an­lagt á sex högg­um yfir pari, en hann lék fyrsta hring­inn á 73 högg­um og ann­an hring­inn á 76 högg­um. 

Daninn Marcus Helligkilde vann mótið á tólf höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert