Flottur hringur hjá Valdísi - Guðrún Brá náði sér ekki á strik

Valdís Þóra Jónsdóttir á góða möguleika á því að fara …
Valdís Þóra Jónsdóttir á góða möguleika á því að fara í gegnum niðurskurðinn. AFP

Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði mjög vel á sínum fyrsta hring á Dubbo-golfvellinum í New South Wales í Ástralíu í nótt en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, þeirri næststerkustu í heimi. Valdís lék hringinn á samtals 72 höggum eða pari vallarins. Hún fékk fjóra fugla á hringnum og fjóra skolla og er í 23.-39. sæti af 156 keppendum.

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er einnig skráð til leiks á mótinu en hún náði sér ekki á strik og lék á 77 höggum og var á samtals fimm höggum yfir pari. Guðrún Brá fékk einn fugl og sex skolla á hringnum og er í 99.-118. sæti.

Eins og sakir standa mun niðurskurðarlínan miðast við tvö högg yfir par og Guðrún Brá þarf því að spila mun betur á morgun til þess eiga von um að fara í gegnum niðurskurðinn. Valdís Þóra á hins vegar góða möguleika á því að fara í gegnum niðurskurðinn.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði sér ekki á strik og lék …
Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði sér ekki á strik og lék á fimm höggum yfir pari. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is